Verkefni
Horfa þarf til þess hvernig auka megi þátttöku sjóðanna í innviðafjárfestingum til að flýta fyrir nauðsynlegum opinberum framkvæmdum sem og nýsköpun og grænum lausnum til að takast á við loftslagsvána.
Ráðuneyti
Fjármála- og efnahagsráðuneytiðKafli
Lífeyrismál
Framvinda
Stofnuð hefur verið verkefnastofa um samgöngugjöld í samvinnu við innviðaráðuneytið, sem tengist m.a. þeim fyrirætlunum sem uppi hafa verið um gjaldtöku á tilteknum þjóðhagslega arðbærum samgönguverkefnum. Nú þegar hefur fyrsti áfangi um breytta gjaldtöku verið innleiddur og eru næstu áfangar í undirbúningi en með breyttri gjaldtöku á umferð opnast fleiri tækifæri til samstarfs við lífeyrissjóði um aðkomu að fjármögnun nauðsynlegra innviðaframkvæmda.Ráðuneytið tók þátt í ráðstefnu Landsambands lífeyrissjóða í febrúar 2023 með erindi um samvinnuverkefni út frá sjónarhóli ríkisfjármála og ríkisins sem kaupanda. Í kjölfar ráðstefnunnar fundaði ráðneytið með ráðgjöfum lífeyrissjóða og ræddi mögulegar útfærslur á aðkomu þeirra að innviðafjárfestingum.