Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til stuðnings við lífskjarasamninga voru settar fram aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar og eru þrjár veigamestar:

  1.  Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
  2. Frá og með ársbyrjun 2020 verði lágmarkstími verðtryggðra lána til neytenda lengdur úr fimm árum í tíu ár.
  3. Frá og með ársbyrjun 2020 verði vísitala neysluverðs án húsnæðis grundvöllur verðtryggingar í lögum um vexti og verðtryggingu á nýjum neytendalánum.
Frumvörp til að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd voru lögð fram á vorþingi 2021 en hlutu ekki afgreiðslu.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum