Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2001 Innviðaráðuneytið

Ný lög um fólksflutninga o.fl.

Í ljósi reglna sem settar hafa verið á Evrópska efnahagssvæðinu og rúmast innan gildissviðs EES-samningsins taldi ráðuneytið ástæðu til þess að endurskoða lög um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum nr. 13/1999 og lög um vöruflutninga á landi nr. 47/1994 og fella saman í einn lagabálk.

Meginbreyting laganna felst í því að almennar kröfur sem lögfestar voru með lögum nr. 13/1999 gilda nú einnig um vöruflutninga og efnisflutninga. Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum sviðum er gerð skýrari og krafist tiltekinna skilyrða m.a. um fjárhagsstöðu og starfshæfni. Þá er starfræksla sendibíla, sem áður heyrði undir lög um leigubifreiðar, nr. 61/1995, felld undir nýju lögin. Samkvæmt þessum nýja lagabálki ber Vegagerðinni að gera svokallaða þjónustusamninga við sérleyfishafa sem sjá um almenningssamgöngur á landi. Þá er gert ráð fyrir að núverandi sérleyfisfyrirkomulag haldist að mestu óbreytt fram til 1. ágúst 2005. Eftir þann tíma er skylt að bjóða öll sérleyfi út.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum