Hoppa yfir valmynd
24. september 2001 Innviðaráðuneytið

Fundur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um öryggismál

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, heldur í dag, mánudag, til Montreol í Kanada þar sem hann mun sitja allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO.

Þingið, sem haldið er í skugga hinna hörmulegu atburða í Bandaríkjunum, mun m.a. fjalla um öryggismál í flugi. Þá er gert ráð fyrir að samgönguráðherra eigi fund með dr. Assad Kotaite, forseta ICAO.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum