Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2002 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgönguáætlun 2003-2014

Stýrihópur, sem samgönguráðherra skipaði til að vinna að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003-2014, hefur skilað ráðherra tillögu sinni.


Samgönguráðuneytið og stofnanir þess hafa í fyrsta skipti unnið að samræmdri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003–2014. Áætlunin kemur í stað sex eldri áætlana og er um margt ólík þeim. Í raun má segja að ný samgönguáætlun sé byltingarkennd þar sem hún er að fullu samræmd fyrir flugmál, siglingamál og vegamál auk þess sem efnistökin eru mun yfirgripsmeiri en í fyrri áætlunum. Nýja áætlunin inniheldur meðal annars stefnumótun til framtíðar sem er nýmæli í samgönguáætlunum hér á landi. Áætlunin skiptist í tvo hluta, annars vegar langtímaáætlun til tólf ára og hins vegar skammtímaáætlun til fjögurra ára.

Á árinu 2002 voru samþykkt ný lög um samgönguáætlun og á vorþingi 2003 voru samþykktar þingsályktunartillögur fyrir bæði skammtímaáætlun og langtímaáætlun.

Þingsályktun um tólf ára samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014
Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008

Tillaga til þingsályktunar um tólf ára samgönguáætlun fyrir árin 2003–2014

Áætlunin felur í sér viðamikla stefnumótun í samgöngumálum og helstu markmið sem unnið skal að þar sem grunnnet samgöngukerfisins er meðal annars skilgreint, en því er ætlað að ná til meginsamgöngukerfis landsins. Áætlun um fjáröflun til samgöngumála er sett fram og yfirlit um útgjöld til allra helstu framkvæmda, viðhalds og reksturs samgöngustofnana.

Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2003–2006
Um er að ræða deiliáætlun samgönguáætlunar 2003–2014 þar sem markmiðin eru útfærð auk þess sem framkvæmdir og útgjaldaliðir eru sundurliðaðir fyrir hvert ár.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum