Hoppa yfir valmynd
12. mars 2002 Innviðaráðuneytið

Nýr aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa

Þorkell Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa.

Þorkell er vélvirki og hefur lokið iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands, en einnig hefur hann M.Sc. próf í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.

Þorkell starfaði sem vélvirki í Álverinu í Straumsvík um átta ára skeið, í tæknideild Flugleiða í níu ár, m.a. yfir kostnaðareftirliti deildarinnar, en síðast gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá Íslensku vefstofunni.

Þorkell er kvæntur og á þrjú börn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum