Hoppa yfir valmynd
16. september 2005 Innviðaráðuneytið

Tvær ferðir á dag með Herjólfi milli lands og Eyja

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint því til Vegagerðarinnar að samið verði um 14 ferðir á viku, eða 2 ferðir á dag, í samræmi við útboð vegna siglinga Ms. Herjólfs milli lands og Eyja.

Þegar sú skipan verður komin á hefur náðst sá árangur að ferðum Herjólfs hefur fjölgað úr 419 árið 1999 í 720 ferðir árið 2006, sem er 72% fjölgun ferða á því tímabili. Þess má geta að áætlað er að Herjólfur fari um 590 ferðir á milli lands og Eyja á þessu ári.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum