Hoppa yfir valmynd
6. október 2006 Innviðaráðuneytið

Umhverfismat samgönguáætlunar auglýst

Í tengslum við gerð samgönguáætlunar 2007 til 2018 verða nú í fyrsta sinn kynnt drög að að umhverfismati samgönguáætlunar. Með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi 2. júní síðastliðinn skal umhverfismat framvegis fylgja skipulagsáætlunum og tilteknum framkvæmdaáætlunum og þar með samgönguáætlun.

Hveravellir0019
Fjallað er um áhrif framkvæmda í vega-, siglinga- og flugmálum í skýrslu um umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018.

Í samræmi við það hafa verið samin drög að umhverfismati á samgönguáætlun 2007 -2018 sem samgönguráðuneytið og stofnanir þess auglýsa hér með. Samgönguáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 71/2002 og er hún samræmd áætlun fyrir flug-, siglinga- og vegamál. Umhverfismatið tekur til áhrifa helstu markmiða og helstu framkvæmda samgönguáætlunar á umhverfið. Umhverfismatinu er lýst í umhverfisskýrslu.

Umhverfismat samgönguáætlunar liggur frammi til kynningar hjá Flugmálastjórn Íslands, Reykjavíkurflugvelli, Siglingastofnun Íslands, Vesturvör 2, Kópavogi og Vegagerðinni, Borgartúni 7, Reykjavík. Umhverfismatið er ennfremur kynnt á heimasíðu samgönguráðuneytisins, /, og heimasíðum fyrrgreindra stofnana ráðuneytisins, http://www.caa.is/, http://www.sigling.is/ og http://www.vegagerdin.is/.

Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 20. nóvember 2006 og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Athugasemdir skulu berast samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík.

Drögin að umhverfismatsskýrslunni má sjá hér.

Auglýsingu um umhverfismatið má sjá hér.

Drög samgönguráðs að samgönguáætlun eru nú tilbúin og er unnt að sjá þau hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum