Hoppa yfir valmynd
5. júní 2007 Innviðaráðuneytið

Fraktflug hafið frá Akureyri

Norðanflug ehf. hóf á sunnudag reglulegt fraktflug milli Akureyrar og Belgíu. Áætlað er að fljúga þrjár ferðir í viku og er önnur ferðin farin í dag, þriðjudag. Norðanflug er nýtt fyrirtæki í eigu Samherja, Saga Capital bankans og Eimskips.

Flugfrakt frá Akureyri
Fraktflug er hafið frá Akureyri. Norðanflug notar til þess vél af gerðinni Antonov 12.

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir ánægjulegt að fá meiri umferð og nýtingu á Akureyrarflugvöll. Fraktflug auki enn á vaxatar- og útrásarmöguleika fyrirtækja í byggðarlaginu og jafnframt muni farþegaflug um völlinn vonandi einnig aukast. Til að auka möguleikana enn frekar sé ráðgert að lengja flugbrautina og sé það verk nú í undirbúningi.

Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða ohf. í Norðurlandsumdæmi, segir reglulegt fraktflug góða viðbót. Hann segir undirbúning að lengingu flugbrautarinnar hafinn meðal annars með viðræðum við Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vegna mögulegrar efnistöku. Segir hann áætlanir miða að því að undirbúningi ljúki á þessu ári og framkvæmdum á því næsta.

Unndór Jónsson er framkvæmdastjóri Norðanflugs en hann starfaði áður á flugrekstrarsviði Atlanta.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum