Hoppa yfir valmynd
12. júní 2007 Innviðaráðuneytið

Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar

Ríkisstjórnin hefur að tillögu samgönguráðherra ákveðið að ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verði fjölgað í sumar. Áætlað er að bæta við rúmlega 20 ferðum á mikilvægum ferðadögum og þá daga verða því þrjár ferðir á dag.

Ríkisstjórnin hefur að tillögu samgönguráðherra ákveðið að ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verði fjölgað í sumar. Áætlað er að bæta við rúmlega 20 ferðum á mikilvægum ferðadögum og þá daga verða því þrjár ferðir á dag.

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að beiðni hafi borist frá bæjarstjórn Vestmannaeyja um að bæta við þriðju ferð Herjólfs á mikilvægum ferðadögum í sumar. Er einkum horft til nætuferða á föstudögum en aðrir dagar, þegar vænta má mikils straums ferðamanna og eftirspurn er mikil vegna flutnings á bílum með fylgivagna, koma einnig til greina.

Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna rúmlega 20 ferða verði kringum 30 milljónir króna. Samgönguráðherra segir mikilvægt að geta orðið strax við þessari ósk Vestmannaeyinga um fjölgun ferða og mun Eimskip, sem rekur Herjólf, tilgreina nánari tilhögun aukaferðanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum