Hoppa yfir valmynd
4. mars 2008 Innviðaráðuneytið

Nýjar reglugerðir um flugmál í farvatninu

Drög að nokkrum reglugerðum varðandi flugmál eru nú tilbúin og er hagsmunaaðilum boðið að senda samgönguráðuneytinu umsagnir sínar.

Vegna vaxandi umfangs reglugerðar um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands var brugðið á það ráð að skipta reglugerðinni upp í fimm reglugerðir í stað einnar. Um er að ræða fimm reglugerðir er lúta að útgáfu skírteina.

(1) Reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands (40 bls.) (Word - 393KB)
Reglugerðin byggir að mestu á viðauka 1 við Chicago samninginn og tekur til allra tegunda skírteina, einskonar rammareglugerð sem aðrar reglugerðir vísa til. Innleiddar eru allar nýjustu breytingar á viðaukanum og miðast hann nú við júlí 2006. Helstu breytingar sem gerðar eru taka til krafna er varða tungumálafærni sem nú verður sérstök athugasemd í skírteini allra skírteinahafa.

(2) Reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (154 bls.) (Word - 322KB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAR-FCL 1, 7. breyting (Amendment 7) útgefin þann 1. desember 2006.

(3) Reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (145 bls.) (Word - 2MB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA JAR-FCL 2, 6. breyting (Amendment 6) útgefin 1. febrúar 2007

(4) Reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (44 bls.) (Word - 1,8MB)
Reglugerðin byggir á reglum Flugöryggissamtaka Evrópu, JAR-FCL 3, 5. breyting (Amendment 5) útgefin þann 1. desember 2006.

(5) Reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra (bls. 22 bls.) (Word 163KB)
Reglugerðin byggir á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/23/EB frá 5. apríl 2006 um bandalagssskírteini fyrir flugumferðarstjóra auk kafla um kröfur til heilbrigðis fyrir 3. flokk heilbrigðisvottorða úr viðauka 1 við Chicago samninginn.

Unnt er að veita umsagnir um reglugerðardrögin til 18. mars n.k. og skal senda þær á netfang samgönguráðuneytisins, [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum