Hoppa yfir valmynd
10. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu

Drög að reglugerð um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu eru nú til kynningar. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð (EB) nr. 2096/2005 sama efnis.

Reglugerðin fjallar um starfsleyfisskilyrði flugleiðsöguþjónustu og nær til flugumferðar- og fjarskiptaþjónustu, leiðsögu- og kögunarþjónustu, veðurþjónustu og flugupplýsingaþjónustu. Reglugerðin byggist á almennum ákvæðum um starfsleyfisskyldu og almennum kröfum til þeirra er veita flugleiðsöguþjónustu. Viðaukar við reglugerðina taka svo til hvers þjónustuþáttar fyrir sig og vísa til nánari fyllingar til ákvæða í viðaukum við Chicago samninginn.

Reglugerðin leysir af hólmi eldri reglugerð nr. 535/2006 sama efnis. Sú reglugerð, sem er mun einfaldari að allri gerð en uppbyggð á sama hátt, var aðeins hugsuð til bráðabirgða til að brúa bilið fram að innleiðingu reglugerðar (EB) nr. 2096/2005 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu.

Fyrirhuguð gildistaka reglugerðarinnar er þann 1. júlí næstkomandi. Þeir sem óska eftir að koma á framfæri umsögn um reglugerðardrögin eru beðnir að gera það eigi síðar en 18. júní á netfangið: [email protected].

Evrópubandalagið hefur þegar lagt fram drög að breytingum á reglugerð (EB) nr. 2096/2005 er varða breytingar á tilvísunum til viðauka við Chicago samningsins (þ.e. uppfærsla á tilvísunum með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á viðaukunum frá 2005 til dagsins í dag). Samsvarandi breytingar hafa þegar verið gerðar á reglugerðardrögunum til að tryggja samræmi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum