Hoppa yfir valmynd
12. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Tvær reglugerðir um flugmál til umsagnar

Til umsagnar eru nú tvær reglugerðir er varða flugmál og tekur önnur þeirra til niðurfellingar nokkurra reglugerða um en hin er breyting á reglugerð um lofthæfi og umhverfisvottun loftfara og fleira. Óskað er umsagna um þær fyrir 1. júlí næstkomandi.

Reglugerð um niðurfellingu reglugerða fellir úr gildi nokkrar reglugerðir er sérstaklega varða Keflavíkurflugvöll frá og með 1. janúar 2009 sem og reglugerð um einkennisbúninga starfsmanna Flugmálastjórnar frá og með sama tíma. Frá og með 1. ágúst 2008 er ráðgert að úr gildi falli reglugerð um gagnkvæma viðurkenningu á flugstarfaskírteinum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 er innleiðing á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 287/2008 og varðar frekari frestun á gildi takmarkaðra vottorða um lofthæfi til 28. september 2009 gagnvart tilteknum tegundum flugvéla og þyrlna. Varðar hún lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja með síðari breytingum.

Þeir sem óska geta sent samgönguráðuneytinu umsagnir um framangreindar reglugerðir á netfangið [email protected] í síðasta lagi fyrir 1. júlí n.k.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum