Hoppa yfir valmynd
20. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Loftferðasamningur við Egyptaland áritaður

Loftferðasamningur milli Íslands og Egyptalands var áritaður í Kaíró þann 18. júní. Er þetta fyrsti loftferðasamningurinn milli ríkjanna og hefur þegar tekið gildi til bráðabirgða fram að formlegri undirritun.

Loftferðasamningur við Egyptaland undirritaður.
Samninginn árituðu Helgi Ágústsson sendiherra og Nagy Saleh, vararáðuneytisstjóri flugmálaráðuneytis Egyptalands.

Samninginn árituðu Helgi Ágústsson sendiherra og Nagy Saleh, vararáðuneytisstjóri flugmálaráðuneytis Egyptalands. Í samninganefnd Íslands um gerð loftferðasamningsins voru af hálfu Íslands auk Helga þau Ástríður Scheving Thorsteinsson, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu, og Hrafn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs flugfélagsins Jetx/Primera.

Í samningnum felast grunn flugréttindi fyrir flugrekendur ríkjanna. Samningurinn tekur til áætlunarflugs milli ríkjanna án takmarkana á flutningsmagni, en með takmörkunum á tíðni fluga til tiltekinna áfangastaða í Egyptalandi en ótakmarkaða tíðni á vinsæla ferðamannastaði.

Samningurinn við Egyptaland styrkir möguleika íslenskra flugrekenda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum