Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2008 Innviðaráðuneytið

Fjölbreytt dagskrá á umferðarþingi

Blásið verður til umferðarþings miðvikudaginn 26. nóvember næstkomandi og stendur það daglangt á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal umfjöllunarefna eru umferðaröryggisáætlun, umferðaröryggi í sveitarfélögum, endurskoðun umferðarlaga og umferðarfræðsla í skólum.

Við upphaf þingsins mun Kristján L. Möller samgönguráðherra flytja ávarp og afhenda Umferðarljósið, verðlaunagrip Umferðarráðs sem veittur er þeim er þykir hafa unnið sérstaklega árangursríkt eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, fjallar um umferðaröryggisáætlun og John Dawson, formaður EuroRap gæðamatsins, fjallar um stefnuna um banaslysalausa umferð. Þá fjallar Lárus Ágústsson um umferðaröryggi sveitarfélaga og á síðasta hluta þingsins verður fjallað um öruggari ökumenn og unga ökumenn. Þar munu fjalla um hugsanlega hækkun ökuleyfisaldurs í 18 ár þau Sigrún Hlín Sigurðardóttir háskólanemi og Sveinn Guðberg Sveinsson framhaldsskólanemi.

Umferðarráð og Umferðarstofa sjá um skipulagningu þingsins og má sjá dagskrána hér. Skráning fer fram á vef Umferðarstofu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum