Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2009 Innviðaráðuneytið

Flugskóli Keilis fær nýjar kennsluvélar

Samgöngu- og öryggisskóli Keilis flugakademíu á Keflavíkurflugvelli tók í dag í notkun tvær nýjar kennsluflugvélar og um leið fór fram skólasetning næsta hóps í einkaflugnámi sem fer fram með fjarkennslu. Í skólanum eru kenndar ýmsar greinar sem tengjast flugi og flugþjónustu.

Flugakademía Keilis fær nýjar flugvélar.
Flugakademía Keilis fékk tvær nýjar kennsluflugvélar í dag.

Við athöfnina í dag flutti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgönguskólans, ávarp og Kári Kárason skólastjóri sagði frá kennsluvélunum nýju sem eru af gerðinni Diamond. Tvær vélar eru þegar komnar og á næstu misserum er von á þremur til viðbótar. Þá flutti Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, kveðjur og árnaðaróskir frá Kristjáni L. Möller samgönguráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra bar skólanum hamingjuóskir þingmanna kjördæmisins.

Námsbrautir Keilis eru ýmist á háskóla- eða framhaldsskólastigi og ná til ýmissa starfssviða. Keili er ætlað að byggja upp háskólasamfélag í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og leiða þar saman fyrirtæki og háskóla, þekkingu og fjármagn.

Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Árni Mathiesen fjármálaráðherra    
Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Árni Mathiesen fjármálaráðherra, ræddu málin við athöfn hjá Flugakademíu Keilis í dag þegar fagnað var nýjum kennsluflugvélum.      


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum