Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2010 Innviðaráðuneytið

Ökugerði í sjónmáli á Reykjanesi

Stofnað hefur verið félag um nýtt ökugerði á Reykjanesi, nánar tiltekið á lóð á vegamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Nafn félagsins er Ökugerði ehf. og er stefnt að því að opna æfingabrautir með vorinu.

Ökugerði á Reykjaesi er nú í undirbúningi.
Ökugerði á Reykjaesi er nú í undirbúningi.

Forráðamenn félagsins kynntu ökugerðið í dag fyrir fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Vegagerðinni, Umferðarstofu, Rannsóknarnefnd umferðarslysa og fleiri aðilum. Ólafur Kr. Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en aðaleigandi þess eru Páll Harðarson og Ágústína Haraldsdóttir, eigendur Nesbyggðar. Sagði Páll við kynninguna að í stað þess að selja jarðvinnutæki úr landi eða láta þau standa ónotuð hefði hann ákveðið að leggja út í þessar framkvæmdir.

Framkvæmd hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og er verkið nú hafið. Búið er að merkja svæðið, flytja hús á staðinn og unnið er að lokafrágangi teikinga og annarri útfærslu. Um er að ræða áframhald á því svæði sem skipulagt hafði verið undir ökugerði, go-kart braut og kappakstursbraut fyrir nokkrum árum.

Ólafur Guðmundsson sagði að með tilkomu svæðisins væri hægt að stunda hvers kyns æfingaakstur fyrir ökunema og þá sem vilja auka hæfni sína í akstri við erfiðar aðstæður.

Á myndinni eru forráðamenn Ökugerðis ehf., frá vinstri: Ómar Ingason, Páll Harðarson, Ágústína Haraldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson.

Ökugerði á Reykjaesi er nú í undirbúningi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum