Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stofnun viðbragðsteymis um netöryggi undirbúin

Ríkisstjórnin hefur að tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkt að stofnað verði öryggis- og viðbragðsteymi vegna hugsanlegra netárása. Málið hefur verið í undirbúningi um skeið og er næsta skref að fá fjarskiptafyrirtæki og aðra hagsmunaaðila til samráðs.

Hlutverk öryggis- og viðbragðsteymis er að vinna að auknu öryggi á netinu ti að fyrirbyggja netárásir og að samræma viðbrögð og öryggi vegna þeirra svo og viðbrögð við annarri öryggisvá í net- og upplýsingakerfum. Slíkt teymi myndi byggja mikið á alþjóðlegu samstarfi við hliðstæð teymi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leggur áherslu á að brýnt sé að tryggja öryggi net- og upplýsingakerfa og væri skipan slíks viðbragðsteymis fyrsta skrefið í því efni. Póst- og fjarskiptastofnun var falið að leggja fram tillögur um framkvæmd og fjármögnun. Miðað er við að auk þess að tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta þurfi að huga að regluverki vegna heimilda til inngripa vegna yfirvofandi netárása. Einnig þarf að huga að því hvernig tryggja má öryggi innan skilgreindra atvinnuvega sem reiða sig mjög á fjarskipti, til dæmis fjármálaþjónustu, orkufyrirtæki, varnarmál og stjórnsýslu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum