Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2010 Innviðaráðuneytið

FÍB hlýtur viðurkenninguna Umferðarljósið 2010

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hlaut í morgun verðlaunin Umferðarljósið, viðurkenningu Umferðarráðs árið 2010. Viðurkenningin er veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa lagt fram mikilsverðan skerf í umferðaröryggismálum.

FÍB hlaut viðurkenninguna Umferðarljósið 2010.
FÍB hlaut viðurkenninguna Umferðarljósið 2010.

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Karl V. Matthíasson, formaður Umferðarráðs afhentu verðlaunin við setningu umferðarþings sem nú stendur í Reykjavík. Steinþór Jónsson, formaður FÍB, Ólafur K. Guðmundsson varaformaður og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins tóku við verðlaununum.

FÍB hlaut viðurkenninguna Umferðarljósið 2010.

Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, sagði er hann kynnti niðurstöðu valnefndar að FÍB hefði allt frá stofnun árið 1932 sinnt umferðaröryggismálum. Fjallað væri um þau á fundum, í riti félagsins og vefsíðu þess og félagið hefði einnig átt gott samstarf við ýmsa aðila um hvaðeina er vera mætti til framdráttar í umferðarmálum þjóðarinnar. Nú síðast væri samstarfið um mat á vegakerfinu sem félagið ynni með yfirvöldum samgöngu- og vegamála með styrk ýmissa aðila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum