Hoppa yfir valmynd
16. desember 2013 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Starfshópur um þróun og regluverk í póstverslun skilar skýrslu

Helstu tillögur starfshóps um samkeppnisstöðu póstverslunar eru að lagt er til að erlendum fyrirtækjum sem selja vörur og póstleggja til Íslands verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim sendingum. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Samtaka verslunar og þjónustu, Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda. Fulltrúi innanríkisráðuneytis var Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Starf hópsins byggðist á ályktun Alþingis frá 11. október 2012 þar sem forsætisráðherra var falið að setja á fót hóp sem ætlað var gera tillögur að lagabreytingum og öðrum ráðstöfunum til að skapa póstverslun viðeigandi samkeppnisstöðu til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnufyrirtæki. Starfshópurinn var skipaður í byrjun apríl 2013 og hélt 16 fundi. Fjölmargir gestir komu á fund starfshópsins en hann skilaði nýverið forsætisráðherra skýrslu sinni.

Auk áðurnefndrar tillögu um að innheimta og skila virðisaukaskatti er lagt til að aðflutningsgjöld verði felld niður af hrað- og póstsendingum með þeim hætti að gjöld verði felld niður ef verðmæti sendingar er undir 2000 krónum. Fulltrúi SVÞ gerir fyrirvara við þessa tillögu og telur að verið sé að mismuna innlendri verslun enn frekar gagnvart erlendri verslun með niðurfellingu á ýmsum aðflutningsgjöldum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum