Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynnt drög að reglugerð um lénið .eu

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að reglugerð um höfuðlénið .eu. Reglugerð þessi gerir íslenskum aðilum mögulegt að fá úthlutað léni með endingunni .eu. Áhrif og kostnaður af innleiðingu reglugerðarinnar eru óveruleg þar sem hér er um að ræða reglugerð sem veitir íslenskum aðilum ákveðin réttindi, þ.e. til þess að fá úthlutað lénum með .eu endingu en leggur takmarkaðar skyldur á herðar þeim.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB):

Reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 733/2002 frá 22. apríl 2002 um að taka í notkun .eu höfuðlénið, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 874/2004 frá frá 28. apríl 2004 um reglur um opinbera stefnu varðandi að taka í notkun .eu höfuðlénið og hlutverk þess ásamt meginreglum um skráningu, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1654/2005 frá 10. október 2005 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 874/2004, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1255/2007 frá 25. október 2007 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 874/2004 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB)nr. 560/2009 frá 26. júní 2009 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 874/2004. Sem birtust í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28, dagsettum 16. maí 2013, á bls. 303, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2013 frá 3. maí 2013, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61, dags. 31. október 2013, á bls. 56.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum