Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2017 Utanríkisráðuneytið

Breytingar á starfsstöðvum í utanríkisþjónustunni

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar er flest flutningsskylt. Með reglulegu millibili flyst það á milli starfsstöðva erlendis og ráðuneytisins. Frá 1. nóvember til 1. febrúar nk. eru eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra og aðalræðismanna í samræmi við þessa reglu en ekki er um að ræða neinar nýjar skipanir í stöðu sendiherra.

  • Harald Aspelund, skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuskrifstofu, tók við sem fastafulltrúi í Genf frá 1. nóvember.
  • Pétur Ásgeirsson, aðalræðismaður í Nuuk, varð sendiherra í Kanada frá 1. nóvember.
  • Skafti Jónsson sendiráðunautur, starfandi aðalræðismaður í Nuuk frá 1. nóvember. 
  • Stefán Haukur Jóhannesson, sem lét nýverið af starfi ráðuneytisstjóra, tók við sem sendiherra í London 16. nóvember.
  • Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra í London, kemur til starfa í ráðuneytinu í deild heimasendiherra.
  • Högni S. Kristjánsson, fastafulltrúi í Genf, verður fulltrúi Íslands í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, 1. janúar. 
  • Stefán Skjaldarson, sendiherra í Peking, kemur til starfa í ráðuneytinu og verður deildarstjóri eftirlits með stjórnsýsluframkvæmd og rekstri utanríkisþjónustunnar, 1. janúar.
  • Gunnar Snorri Gunnarsson, sem farið hefur með Brexit-málefni, verður sendiherra í Peking 1. janúar.
  • Kristín A. Árnadóttir, sendiherra í Helsinki, kemur til starfa í ráðuneytinu og verður sérstakur erindreki á sviði jafnréttismála 1. janúar.
  • Árni Þór Sigurðsson, sem farið hefur með málefni Norðurskautsins, verður sendiherra í Helsinki 1. janúar.
  • Hannes Heimisson, sendiherra í Tókýó, kemur til starfa í ráðuneytinu og verður prótókollstjóri 1. febrúar.
  • Elín Flygenring, sem stýrt hefur Norðurlandaskrifstofu, verður sendiherra í Tókýó 1. febrúar.
  • Þá tók Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra í Vín, við stöðu sérstaks ráðgjafa framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE í Varsjá, 1. október 2017.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum