Hoppa yfir valmynd
28. desember 2017 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra endurnýjar samning við Norðurslóðanet Íslands

Í dag undirrituðu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Eyjólfur Guðmundsson formaður stjórnar Norðurslóðanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri endurnýjaðan samstarfssamning til fjögurra ára. Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu árið 2019 og gegnir því hlutverki fram til 2021 og tekur samningurinn við Norðurslóðanetið mið af því. 

„Sá þekkingarkjarni í norðurslóðamálum sem er til staðar á Akureyri er verðmætur hluti af norðurslóðastarfi Íslands. Við fögnum áframhaldandi samstarfi við Norðurslóðanetið og samstarfsaðila fyrir norðan. Það er mikilvægt að allir leggist á eitt hér innanlands þegar kemur að tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem verður gríðarstórt verkefni“ sagði utanríkisráðherra við undirritunina.

Embla Eir Oddsdóttir forstöðumaður Norðurslóðanetsins og Árni Þór Sigurðsson sendiherra norðurslóða voru einnig viðstödd undirritun samningsins. Nánari upplýsingar um Norðurslóðanetið má finna á arcticiceland.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum