Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO afhent í París

Við umsókninni tóku Dr. Mechtild Rössler, framkvæmdastjóri heimsminjaskrifstofu UNESCO og Alessandro Balsamo, sviðsstjóri en það voru Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi og Sigurður Á. Þráinsson, formaður verkefnisstjórnar um tilnefninguna, sem afhentu umsóknina.  ​ - mynd

Tilnefning Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tekinn inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var afhent á skrifstofu UNESCO í París í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu tilnefninguna við Hoffellsjökul síðastliðinn sunnudag. Í henni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu.

Á heimsminjaskrá UNESCO eru staðir sem teljast hafa gildi ekki einvörðungu fyrir viðkomandi land heldur fyrir allt mannkyn.

Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO (á ensku) (pdf-skjal)

Frétt um undirritun tilnefningarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum