Hoppa yfir valmynd
15. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Samgönguþing haldið 21. júní - skráning hafin

Samgönguþing verður haldið fimmtudaginn 21. júní nk. og er skráning hafin. Samgönguþing er lokaskref í samráðsferli við gerð þingsályktunartillögu um stefnu í samgöngumálum. Þingið er öllum opið.

Fjallað verður um helstu álitamál og áherslur ráðherra og ríkisstjórnar sem munu hafa áhrif á þróun samgangna næsta áratuginn þ.m.t. fjármögnun framkvæmda, áhrif og aðlögun að loftslagsbreytingum, almenningssamgöngur, samgönguöryggi og áhrif tæknibreytinga á samgöngukerfið með interneti hlutanna (e. Internet of Things) og aukinni sjálfvirknivæðingu.

Samgönguþingið verður haldið á Hótel Sögu og hefst kl. 13. Gert er ráð fyrir þinglokum um kl. 17. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum