Hoppa yfir valmynd
18. maí 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samráðsfundur um stöðu net- og upplýsingaöryggis

Svipmynd frá samráðsfundinum.  - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir samráðsfundi um stöðu net- og upplýsingaöryggis og mótun nýrrar löggjafar þar að lútandi á Grand hóteli í gær, 17. maí.

Fjallað var um vaxandi og síbreytilegar netógnir sem samfélög þurfa að bregðast við, hver staðan er hér á landi í þessum málum, hvaða hlutverki stjórnvöldum ber að sinna og hvaða ráðstafanir hafa þegar verið gerðar. Þá var fjallað um mótun frumvarps um net- og upplýsingaöryggi sem nú er í vinnslu í ráðuneytinu. Ráðgert er að leggja fram á haustþingi að undangengnu opnu samráði á netinu sem mun fara fram á samráðsgátt stjórnvalda, samradsgatt.is. Fram komu margar gagnlegar athugasemdir sem ráðuneytið mun vinna úr við ritun frumvarpsins.

Stjórnvöld vinna að stórum verkefnum á þessu sviði. Meðal annars er hafin endurskoðun á stefnu um net- og upplýsingaöryggi, unnið er að mótun stjórnskipulags fyrir málaflokkinn og mótun löggjafar með því að innleiða svokallaða NIS-tilskipun sem fjallar um net- og upplýsingaöryggi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum