Hoppa yfir valmynd
10. desember 2018 Innviðaráðuneytið

Drög að nýrri reglugerð ESB um flugöryggi birt í samráðsgátt

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um að innleiða sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Um er að ræða innleiðingu á reglugerð (ESB) 2018/1139 í EES-samninginn og í kjölfarið lagasetningu til innleiðingar í íslenskan rétt.

Reglugerðin hefur þegar tekið gildi innan ESB og hefur að geyma margvíslegar breytingar. Reglugerðin verður ný og bætt lagastoð fyrir mest alla afleidda löggjöf á sviði flugöryggis. Gildissviðið er útvíkkað til ómannaðra loftfara, netöryggis í flugsamgöngum og flugafgreiðslu. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, er veitt víðtækara umboð til verkefna sem snerta flugöryggi s.s. flugvernd, umhverfisvernd, rannsókn og þróun og alþjóðlega samvinnu.

Reglugerðin er enn á viðræðustigi meðal EFTA-ríkjanna og hefur ekki verið tekin uppí EES-samninginn. Fyrirhuguð innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt gerir ráð fyrir breytingum á lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Skoða drög að reglugerð ESB um flugöryggi og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum