Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áhrif þjóðgarða og friðlýstra svæða á byggðaþróun

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið er gerð greining á áhrifum þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða á þróun byggða, m.a. hvaða áhrif verndarsvæði hafi á samfélög í næsta nágrenni slíkra svæða. 

Í skýrslunni var sérstaklega horft til íslensku þjóðgarðanna þriggja í þessu sambandi; Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur þá sérstöðu að byggðaþróun hefur frá upphafi verið eitt af markmiðum þjóðgarðsins. Árið 2016 voru einnig gerðar breytingar á lögum um hann þar sem hnykkt var á hlutverki þjóðgarðsins í sambandi við byggðaþróun. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er bent á að þetta hafi verið til marks um breyttar hugmyndir um hlutverk friðlýstra svæða þegar kemur að byggðaþróun og atvinnusköpun.

Skýrslan dregur fram að í áætlanagerð einstakra landshluta sé umfjöllun um náttúru, náttúruvernd eða friðlýsingar mismikil. Sem dæmi sé fjallað á mjög ólíkan hátt um Vatnajökulsþjóðgarð í skýrslum um Norðurland, Suðurland og Austurland, þó að allir eigi þessir landshlutar land að þjóðgarðinum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á Vesturlandi séu miklar vonir bundnar við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Náttúruvernd og byggðaþróun: Áhrif verndarsvæða á grannbyggðir - skýrsla HHÍ

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum