Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða í samráðsgátt

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Drög að reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 18. júní nk.

Reglugerðin felur í sér nánari útfærslu á ákvæðum í lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, sem samþykkt voru í fyrra og öðlast gildi 1. september nk. Lögin taka m.a. mið af netöryggistilskipun Evrópusambandsins (NIS-tilskipunin). 

Markmið reglugerðarinnar er að gera lágmarkskröfur um umgjörð og rekstur net- og upplýsingakerfa og tryggja þannig samfelldan rekstur og virkni þeirra og að þau þoli áföll. Einnig er reglugerðinni ætlað að tryggja samhæfð viðbrögð við mögulegum ógnum og öryggisatvikum.

Reglugerðardrögin voru unnin í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofu, Seðlabanka Íslands og Umhverfisstofnun, sem öllum er falið hlutverk eftirlitsstjórnvalds samkvæmt lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum