Hoppa yfir valmynd
2. júní 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði í kynningu

Lundey fremst á mynd en fyrir aftan má sjá Vesturey og Eiðið við Viðey. Miðborg Reykjavíkur og Álftanes í bakgrunni. - myndHugi Ólafsson

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við Reykjavíkurborg og landeiganda.

Lundey liggur á innanverðum Kollafirði, milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Eyjan hefur fyrst og fremst hátt verndargildi vegna stórrar sjófuglabyggðar, einkum lunda, en á eyjunni verpa hátt í 10.000 pör. Auk þess er svæðið mikilvægt bú- og varpsvæði fleiri mikilvægra fuglategunda s.s. ritu, æður og teistu. Þá er að finna sérstætt gróðurlendi í Lundey.

Nálægð eyjarinnar við höfuðborgarsvæðið eykur mikilvægi hennar, bæði til fræðslu og náttúruskoðunar ferðamanna.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Kynning áforma um friðlýsingu Lundeyjar á vef Umhverfisstofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum