Hoppa yfir valmynd
25. júní 2020 Innviðaráðuneytið

Samningur um lágmarksflug til Boston framlengdur

Frá Keflavíkurflugvelli. - myndÞórmundur Jónatansson

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning við Icelandair um lágmarksflug til Bandaríkjanna til og með 8. ágúst. Samningurinn gerir ráð fyrir að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 

Samningur var gerður við flugfélagið í maí um að tryggja millilandaflug í sumar til þriggja áfangastaða, Boston, London og Stokkhólms til og með 27. júní. Í samningnum voru einnig ákvæði um að framlengja mætti í tvígang, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september nk. Þetta ákvæði var nýtt gagnvart flugi til Bandaríkjanna en ekki er lengur þörf á að tryggja lágmarksflug til Evrópu þar sem flugsamgöngur hafa tekið við sér að nýju.

Markmiðið er sem fyrr að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna þess ástands sem skapast hefur vegna Covid-19 faraldursins. Allar tekjur Icelandair af flugi til Boston munu lækka greiðslur vegna samningsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum