Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Landsáætlun Íslands um loftslagsskuldbindingar skilað til Eftirlitsstofnunar EFTA

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skilað til Eftirlitsstofnunar EFTA landsáætlun Íslands (National Plan) um hvernig Ísland hyggst uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar. Skil áætlunarinnar eru í samræmi við sameiginlegar loftslagsskuldbindingar Íslands, Noregs og ríkja Evrópusambandsins.

Landsáætlunin nær til losunar er fellur undir beinar skuldbindingar Íslands, sem og losunar og bindingar frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt (LULUCF). Landsáætlunin inniheldur meðal annars yfirlit yfir gildandi stefnur Íslands í loftslagsmálum, lýsingu á loftslagsskuldbindingum Íslands,  lýsingu á núgildandi og fyrirhuguðum stefnum og aðgerðum sem áætlaðar eru til að uppfylla loftslagsmarkmið Íslands.

Í landsáætluninni er einnig sett fram áætluð árleg losunarúthlutun Íslands á tímabilinu 2021 til 2030 í samræmi við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun um a.m.k. 29% til ársins 2030 miðað við losun ársins 2005.

Búast má við að endanleg ákvörðun um árlega losunarúthlutun Íslands liggi fyrir á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Landsáætlun Íslands má nálgast hér

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum