Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um aksturs- og hvíldartíma ökumanna

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 18. febrúar 2021.

Samkvæmt reglum sem nú gilda eru atvinnuökumenn, sem flytja af og til farþega með almenningsvögnum og hópbifreiðum, settir undir sömu reglur um skipulag aksturs og hvíldartíma og ökumenn vöruflutningabifreiða. Þessar reglur eiga ekki alltaf vel við flutning farþega. Með samráðinu á að reyna að finna leiðir til að aðlaga reglurnar að þörfum þessara ökumanna. 

Með söfnun gagna og greiningu þeirra hefur framkvæmdastjórnin í hyggju að meta áhrif gildandi reglna og hvort mögulegt sé að aðlaga þær að aðstæðum þessara ökumanna. Framkvæmdastjórnin mun meta áhrif reglnanna á réttindi ökumanna, samkeppnisskilyrði þeirra sem reka fólksflutninga fyrirtæki og á umferðaröryggi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum