Hoppa yfir valmynd
21. júní 2021 Innviðaráðuneytið

Lagabreytingar takmarka gestaflutninga við tíu daga og gera greiðslu fargjalda skilvirkari

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Alþingi samþykkti á dögunum stjórnarfrumvarp Sigurður Ingi Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. 

Annars vegar var sett inn skýr skilgreining á tímabundnum farþegaflutningum (gestaflutningum) hér á landi og ákvæði um eftirliti með þeim og hins vegar opnað fyrir skilvirkari leiðir við greiðslu fargjalda í almenningssamgöngum með það að markmiði að efla þjónustu við notendur.

Tímabundnir gestaflutningar takmarkaðir við 10 daga

Flutningafyrirtæki innan EES hafa leyfi til að stunda farþegaflutninga með ferðamenn hér á landi tímabundið gegn gjaldi samkvæmt reglugerð ESB sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins. Nú hafa bæst við lögin skýrari skilgreiningar á þessum tímabundnu gestaflutningum en þá má að hámarki stunda samfellt í 10 daga í hverjum almanaksmánuði. Þá hefur ákvæðum um eftirlit með tímabundnum gestaflutningum verið bætt við lögin og einnig um viðurlög við brotum gegn þeim reglum.

Greiðsla fargjalda gerð skilvirkari

Nýju lögin opna einnig fyrir skilvirkari leiðir við greiðslu fargjalda í almenningssamgöngum. Greiðsla þeirra hefur í auknum mæli færst frá því að farþegar greiði fargjald hjá vagnstjóra yfir í fyrirframgreidd kort eða rafrænar lausnir. Eftirlit með greiðslu fargjalda er þó enn að mestu í höndum vagnstjóra.

Víða í nágrannalöndunum er það þekkt að farþegar geta stigið inn í almenningsvagna um hvaða dyr sem er án þess að þurfa að sýna vagnstjóra fram á greiðslu fargjalds. Slíkt fyrirkomulag er enda til þess fallið að efla þjónustu við farþega, stytta biðtíma á biðstöðvum og auka skilvirkni. Eru nú nauðsynlega lagaákvæði fyrir hengi til að hægt sé að taka upp slíkt fyrirkomulag hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum