Hoppa yfir valmynd
22. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Friðun æðplantna, mosa og fléttna í samráðsgátt

Gígnæfra, Lobaria scrobiculata, er sjaldgæf fléttutegund. - myndHörður Kristinsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda auglýsingu um friðun æðplantna, mosa og fléttna.

Náttúruverndaráætlun 2009-2013 var samþykkt á Alþingi árið 2009. Meðal þeirra tegunda lífvera sem nauðsynlegt var talið að vernda voru 24 tegundir æðplantna, 45 tegundir mosa og 90 tegundir fléttna.

Við friðunina, sem nú er til kynningar, öðlast umræddar tegundir formlega vernd. Verndin  er mikilvæg í ljósi þess að hún er þáttur í því að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni í náttúru landsins. Í verndinni felst m.a. eftirlit og vöktun tegundanna, sem verður í höndum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar.

Friðunin verður á landsvísu og gerir ráð fyrir fræðslu til almennings um þær tegundir sem verða friðaðar. Við það skapast tækifæri til að tryggja að umræddum tegundum, þar sem búsvæði þeirra er að finna, verði ekki raskað við umferð almennings eða við ýmiss konar framkvæmdir.

Tekið verður við ábendingum og athugasemdum til og með 1. október.

Friðun æðplantna, mosa og flétta

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum