Hoppa yfir valmynd
27. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisstjórnunarkerfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hlýtur endurvottun

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hlotið endurvottun á umhverfisstjórnunarkerfi ráðuneytisins, samkvæmt ISO-14001 umhverfisvottunarstaðlinum. Ráðuneytið hlaut fyrst vottun umhverfisstjórnunarkerfisins árið 2018 og hefur frá þeim tíma gengið í gegnum árlegar viðhaldsúttektir vottunaraðila, BSI (British Standards Institution).

Umhverfisstjórnunarkerfið nær yfir starfsemi ráðuneytisins þar með talið stefnumótun og lagasetningu og daglegan rekstur ráðuneytisins, til að mynda hvað varðar samgöngur, innkaup, orkunotkun, sorpflokkun og efnanotkun. Auk þess nær umhverfisstjórnunarkerfið til þeirra hagsmunaaðila og annarra þátta sem geta haft áhrif á að ráðuneytið nái ekki markmiðum sínum í umhverfismálum.

Markmið umhverfisstjórnunarkerfisins er að fylgjast reglubundið með frammistöðu ráðuneytisins í umhverfismálum og greina, stýra og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum. Til að fylgjast með framgangi mála setur ráðuneytið sér áætlanir og markmið í umhverfismálum, auk þess að fylgjast sérstaklega með umhverfisþáttum í gegn um grænt bókhald og reglubundnar innri úttektir.

 

Skírteini BSI fyrir vottun umhverfisvottunarkerfis samkvæmt ISO 14001:2015 fyrir árin 2021 til 2024 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum