Hoppa yfir valmynd
12. október 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska stefnu um ómönnuð loftför (dróna)

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um stefnu sína um ómönnuð loftför, eða dróna. Um er að ræða seinna samráðsferli um þetta efni á árinu en fyrr í ár var kynntur leiðarvísir (roadmap) um stefnuna. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um stefnuna er til og með 31. desember nk.

Í stefnu sinni um snjallar samgöngur (e. Smart Mobility strategy) tilkynnti framkvæmdastjórnin áætlun um að kynna framhald stefnu sinnar um ómönnuð loftför (e. Drone strategy 2.0) á árinu 2022. Tilgangurinn er að ómönnuð loftför verði hluti af stefnu sambandsins um snjallar og sjálfbærar samgöngur framtíðarinnar (e. smart and sustainable mobility of the future). Með þessum hætti munu drónar verða hluti af nýjum og sjálfbærum samgönguháttum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum