Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að hollustuháttareglugerð í samráðsgátt ​

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri hollustuháttareglugerð sem ætlað er að koma í stað reglugerðar um hollustuhætti frá árinu 2002.

Unnið hefur verið að endurskoðun reglugerðarinnar frá árinu 2018 í samvinnu og samráði við hlutaðeigandi stofnanir og stjórnvöld. Starfshópur ráðherra með fulltrúum frá ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi lagði fram tillögur að stefnu og áhersluatriðum á árinu 2018 sem höfð voru til hliðsjónar við endurskoðun á reglugerðinni.

Meðal helstu breytinga í drögum að nýrri hollustuháttareglugerð eru:

  • Bætt er við ákvæði um skráningu og útgáfu starfsleyfis til samræmis við breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
  • Sérstakur kafli kveður á um skyldur rekstraraðila, m.a. varðandi hreinlæti og innra eftirlit.
  • Ákvæði um sóttvarnavottorð og sóttvarnaundanþágur fyrir skip er ekki lengur að finna í hollustuháttareglugerð og stefnt er að því að fella þau út með þessari reglugerð og setja sér reglugerð um þau atriði, m.a. að höfðu samráði við sóttvarnalækni.
  • Á grundvelli öryggissjónarmiða er fjallað sérstaklega um skipulagða afþreyingarstarfsemi.
  • Kveðið er á um að leyfi forráðamanns þurfi til að heimilt sé að flúra, húðagata eða beita nálastungu á einstaklinga undir 18 ára aldri.
  • Lög um kynrænt sjálfræði eru höfð til hliðsjónar.

Frestur til að skila inn umsögnum um reglugerðardrögin er til og með  21. janúar.

Hollustuháttareglugerð

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum