Netspjall – aukin þjónusta hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
Netspjall er viðbót við aðra þjónustu Ráðgjafarstofunnar. Með Netspjalli er unnt að komast í beint netsamband við starfsmenn Ráðgjafarstofu á opnunartíma stofunnar, sem er frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga. Auk Netspjallsins er símaráðgjöf á sama tíma og unnt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið [email protected]. Á heimasíðu Ráðgjafarstofunnar eru auk þess upplýsingar um Ráðgjafarstofuna, þjónustu hennar og ýmsar almennar upplýsingar. Þjónusta Ráðgjafarstofu er óháð búsetu og endurgjaldslaus.
Með Netspjalli er enn verið að auka þjónustuna og vonandi verið að auðvelda fólki að stíga fyrstu skrefin til að leita sér aðstoðar. Eru miklar vonir bundnar við að þetta auki m.a. þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur á landsbyggðinni. Þjónustan er með þeim hætti að notendur fara inn á heimasíðu Ráðgjafarstofunnar, sem er www.rad.is eða inn á www.fjolskylda.is og fá beint samband við starfsmann stofunnar. Í raun er þetta ekki ólíkt samskiptaforritinu MSN. Það er alltaf starfsmaður á vakt til að svara fyrirspurnum.
Netspjallið er tilraunaverkefni sem ætlað er að auka aðgengi almennings að þjónustu Ráðgjafarstofu og bæta með því þjónustu við almenning um land allt.