Bætt rannsóknarumhverfi – Opið samráð um Evrópska rannsóknarsvæðið
Þann 13. september síðastliðinn hóf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opið samráð um Evrópska rannsóknasvæðið (e. European Research Area (ERA) Framework).
Tilgangur með samráðinu er að kortleggja helstu hindranir sem enn standa í vegi fyrir því að Evrópska rannsóknarsvæðið verði að veruleika, t.d. hvað varðar alþjóðleg samstarfsverkefni, hreyfanleika vísindamanna og dreifingu og nýtingu rannsóknarniðurstaðna í atvinnulífi. Samráðið stendur til 30. nóvember 2011. Kallað er eftir sjónarmiðum einstaklinga, hagsmunaaðila, stofnana, vísindasamfélagsins og stjórnvalda. Þar sem Ísland hefur tekið fullan þátt í rannsóknarsamstarfi í Evrópu, á grundvelli EES-samningsins, geta aðilar á hér á landi einnig tekið fullan þátt í samráðinu.
Framkvæmdastjórn ESB hyggst kynna niðurstöður samráðsins í janúar á næsta ári, og í framhaldi af því, eða í júní 2012, birta nýjar tillögur um Evrópska rannsóknarsvæðið sem ætlað er að auka skilvirkni og áhrif rannsókna.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur alla sem áhuga hafa að koma athugasemdum á framfæri með því að fylla út rafrænan spurningalista að hluta til eða í heild. Jafnframt tekur ESB við stuttum athugasemdum eða greinargerðum.
- Upplýsingar um samráðið og rafrænn spurningalisti
- Vefstreymi frá fundi í Brussel sem markaði upphaf samráðsins
- Upplýsingar um Evrópska rannsóknasvæðið