Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2004 Innviðaráðuneytið

Hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Félagsmálaráðherra hefur látið gera breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti, nr. 157/2001, með síðari breytingum. Í breytingunni felast nýmæli um hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs vegna íbúðarhúsnæðis.

Við breytinguna hækka hámarkslán sjóðsins vegna notaðs húsnæðis úr 8.000.000 kr. í 9.200.000 kr. og hámarkslán sjóðsins vegna nýbygginga hækkar úr 9.000.000 kr. í 9.700.000 kr.

Breyting þessi var unnin eftir tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs og í samráði við fjármálaráðherra og Seðlabanka Íslands. Reglugerðin hefur verið birt og fengið númerið 1014/2003. Breytingin hefur því tekið gildi.

Sjá: Reglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti, nr. 157/2001, með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta