Uppreiknuð tekju- og eignamörk
Í reglugerð nr. 395/2001 um breytingu á reglugerð um viðbótarlán nr. 783/1998 og reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, er við hækkun á tekju- og eignamörkum miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu. Í reglugerðunum er miðað við árlega hækkun neysluverðsvísitölu 1. janúar ár hvert og kveðið á um að félagsmálaráðherra skuli láta reikna viðmiðunarfjárhæðirnar í upphafi hvers árs og birta nýjar fjárhæðir. Hækkunin nemur rúmlega 2,7% á síðustu 12 mánuðum samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands.
Meðfylgjandi er uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða. Við útreikning á tekju- og eignamörkum í báðum þessum reglugerðum er miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu frá 1. janúar 2003 til 1. janúar 2004.
Viðbótarlán skv. 5. og 6. gr. reglugerðar um viðbótarlán nr. 783/1998, sbr. 395/2001
Tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána verða þá svohljóðandi eftir 1. janúar 2004:
Tekjur fyrir einstakling 2.320.000 kr.,
Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu 389.000 kr.,
Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk 3.249.000 kr.,
Eignamörk verða 2.505.000 kr.
Félagslegar leiguíbúðir skv. 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001
Tekju- og eignamörk vegna umsækjenda verða þá svohljóðandi eftir 1. janúar 2004:
Tekjur fyrir einstakling 2.320.000 kr.,
Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu 389.000 kr.,
Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk 3.249.000 kr.,
Eignamörk verða 2.505.000 kr.