Hoppa yfir valmynd
3. mars 2003 Innviðaráðuneytið

Reglugerðir varðandi húsaleigubætur

Í desember síðastliðnum samþykkti Alþingi m.a. tvenn ný lög, þ.e. lög nr. 167/2002 er breyttu lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, og lög nr. 168/2002 er breytti lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997. Vegna þessara lagabreytinga var nauðsynlegt að endurskoða reglugerð um húsaleigubætur, nr. 4/1999, með síðari breytingum.

Félagsmálaráðherra hefur því sett tvær nýjar reglugerðir. Það er annars vegar reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta, nr. 122/2003, og hins vegar reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003. Reglugerðir þessar hafa tekið gildi.

Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta nr. 122/2003
Aðalbreytingin er að efni IV. kafla eldri reglugerðar um húsaleigubætur um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta er fært í sérstaka reglugerð er fjallar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta. Einnig var bætt við ýmsum framkvæmdarreglum sem eru óskráðar í dag og reglum sem eru samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga og snúa að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Breytt er skiladagsetningum varðandi skil á áætlun sveitarfélaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og skilum á staðfestu yfirliti heildargreiðslna húsaleigubóta fyrra árs, sbr. 2. og 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Athuga verður þó að sú breyting tekur gildi á árinu 2004, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lok reglugerðarinnar.

Reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003
Breytingar voru gerðar með 1., 2., 3., 4., 8. og 10. gr. þessarar reglugerðar um húsaleigubætur. Hámarkshúsaleigubætur í 1. gr. eldri reglugerðar voru leiðréttar úr 35.000 kr. í 31.000 kr. í samræmi við hámarks húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum húsaleigubóta (samtala grunnfjárhæða gat og munu geta hæst numið 31.000 kr.). Stærstu breytingarnar snúa að 2. mgr. 4. gr. varðandi síðasta skiladag umsóknar og hvaða áhrif það hefur að umsókn berist síðar í mánuðinum. Breyting þessi er í samræmi við lagabreytingu nr. 168/2002. Gerðar voru breytingar á 10. gr. reglugerðarinnar er fjallar um samráðsnefnd um húsaleigubætur. Þar er nefndarmönnum fækkað í þrjá og hlutverk nefndarinnar skýrt nánar. Einnig var efni IV. kafla eldri reglugerðar um húsaleigubætur um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta fært í fyrrnefnda reglugerð nr. 122/2003 er fjallar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta. Aðrar breytingar voru formlegs eðlis og minniháttar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta