Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2003 Innviðaráðuneytið

Rannsóknarsetur í húsnæðismálum á Bifröst

Rannsóknarsetur í húsnæðismálum

Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst undirrituðu samkomulag um stofnun Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst við setningu 86. starfsárs Viðskiptaháskólans á Bifröst á sunnudag.

Gert er ráð fyrir að Rannsóknarsetur í húsnæðismálum einbeiti sér í fyrstu að hagrænum og efnahagslegum rannsóknum á sviði húsnæðismála, jafnframt því að vinna að víðtækri upplýsingaöflun á sviði húsnæðismála. Því var jafnframt undirritað samkomulag um að rannsóknarsetrið sjái um sérstaka gagnaöflun og úrvinnslu upplýsinga á sviði húsnæðismála fyrir félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóð. Félagsmálaráðherra hefur þegar tryggt 1 milljón króna til þess verkefnis.


Fleiri myndir:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta