Hoppa yfir valmynd
6. september 2012 Innviðaráðuneytið

Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum í eigu sveitarfélaga

Húsin í bænum
Húsin í bænum

Varasjóður húsnæðismála hefur birt niðurstöður könnunar sem gerð var að beiðni velferðarráðherra til að afla upplýsinga um stöðu leiguíbúðakerfis sveitarfélaganna við lok árs 2011.  

Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.704 talsins í árslok 2011 og hafði fjölgað um 48 frá árinu áður, mest í Reykjavík, Grindavík og Húnaþingi vestra. Fram kemur að meirihluti leiguíbúða sveitarfélaga er rekinn innan vébanda sérstakra rekstrarfélaga og eins að sérstakar húsaleigubætur hafa náð verulegri útbreiðslu hjá sveitarfélögunum.

Sendur var spurningalisti með 15 spurningum til allra sveitarfélaga í landinu í febrúar 2012. Svör bárust 69 af 75 sveitarfélögum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta