Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2009 Innviðaráðuneytið

Ráðherra heimsækir Íbúðalánasjóð

Heimsókn í Íbúðalánasjóð
Heimsókn í Íbúðalánasjóð

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Íbúðalánasjóð í dag og ræddi við starfsfólk. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti ráðherra starfsemina og saman ræddu þau um hlutverk sjóðsins og horfur á húsnæðismarkaði við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu. Frá því í október hefur sjóðurinn fengið auknar heimildir til að mæta aðstæðum ört vaxandi hópi fólks sem á í greiðsluerfiðleikum. Ásta Ragnheiður segir það höfuðatriði að forða gjaldþrotum heimila með öllum ráðum og einnig að sjá til þess að fjölskyldur eigi ávallt tryggan samastað, jafnvel þótt til gjaldþrots komi. Þá sé mikilvægt að þau úrræði sem Íbúðalánasjóður getur boðið viðskiptavinum sínum vegna greiðsluvanda standi einnig til boða viðskiptavinum annarra fjármálastofnana. Þetta sé eitt þeirra verkefna sem ríkisstjórnin leggi á þunga áherslu.

Ráðherra lagði áherslu á það við starfsfólk að Íbúðalánasjóður gegndi alveg sérstaklega mikilvægu hlutverki við núverandi aðstæður. Hún þakkaði starfsfólkinu fyrir framlag þess á síðustu mánuðum og óskaði því velfarnaðar í brýnum verkefnum framundan.Ásta Ragnheiður og Guðmundur

Íbúðalánasjóður er sjálfstæð ríkisstofnun sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks á því að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta