Hoppa yfir valmynd
9. júní 2004 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla Ráðgjafarstofu 2003

Ársskýrsla Ráðgjafarstofu
Ársskýrsla Ráðgjafarstofu

Ársfundur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var haldinn föstudaginn 4. júní sl. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar þeirra 13 aðila sem koma að rekstri stofunnar. Einnig voru boðaðir fulltrúar Akureyrarkaupstaðar, Kópavogsbæjar og Árborgar, en þessi sveitarfélög hafa gert þjónustusamninga við stofuna og fulltrúar styrktaraðila sem eru Kreditkort hf. og Samband íslenskra tryggingarfélaga.

Dagskrá fundarins var með þeim hætti að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og Ingi Valur Jóhannsson, formaður framkvæmdastjórnar voru með ávörp. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður, kynnti ársskýrslu Ráðgjafarstofu fyrir árið 2003. Að lokum kynnti Gunnar Haraldsson, hagfræðingur í forsætisráðuneyti, skýrslu forsætisráðherra um fátækt á Íslandi.

Í ársskýrslunni koma m.a. fram ýmsar upplýsingar um viðskiptavini hennar. Fjölmennasti einstaki hópur viðskiptavina eru einstæðar mæður. Næstum þriðji hver umsækjandi tilheyrir þeim hópi. Einhleypum körlum og konum fjölgar milli ára og eru einhleypir karlar með mestu vanskilin. Er erfið skuldastaða þeirra og vanskil sérstaklega hvað varðar skatta- og meðlagsskuldir einkennandi síðustu ár. Hjón með börn eru hins vegar með hæstu heildarskuldirnar.

Í ársskýrslunni kemur einnig fram að atvinnuleysi, tekjuminnkun og veikindi eru langalgengustu ástæður greiðsluvanda þeirra sem leita til Ráðgjafarstofunnar. Kemur fram að í rúmlega 20% tilfella er viðskiptavinum vísað á aðstoð félagsþjónustu sveitarfélaga.

Ársskýrsla fyrir árið 2003:

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁrsskýrsla Ráðgjafarstofu fyrir árið 2003 (PDF, 4 MB)

Tengt efni:

Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsMyndir frá ársfundinum



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta