Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins

Tryggingastofnun
Tryggingastofnun ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Formaður stjórnarinnar er Stefán Ólafsson.

Samkvæmt lögum um almannatryggingar skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins, formann og varaformann úr þeim hópi og jafnmarga menn til vara. Stjórn stofnunarinnar skal staðfesta skipulag hennar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Stjórnin skal jafnframt hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins og að rekstur stofnunarinnar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Eftirtaldi hafa verið skipaðir í stjórn Tryggingastofnunar frá 5. júlí síðastliðnum:

Aðalmenn:
Stefán Ólafsson, prófessor, formaður stjórnar
Ásta Möller, fyrrv. alþingismaður, varformaður
Halldóra Magný Baldursdóttir, fulltrúi gæðamála hjá OR
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Sigrún Aspelund, skrifstofumaður

Varamenn:
Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari
Elín Jóhannsdóttir, leikskólakennari
Guðjón Snæfeld Magnússon, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta