Hoppa yfir valmynd
7. september 2016 Innviðaráðuneytið

Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga til leiguíbúða

Byggingaframkvæmdir
Byggingaframkvæmdir

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka vegna byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Með reglugerð nr. 1042/2013 var kveðið á um hámarksstærðir og hámarksverð leiguíbúða og áskilið að Íbúðalánasjóður gæti einungis veitt lán til húsnæðis sem félli innan þeirra marka. Jafnframt var það nýmæli að gera sömu kröfur að þessu leyti til leiguíbúða, hvort sem þær væru ætlaðar til útleigu á almennum markaði eða í félagslegum tilgangi fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum.

Með reglugerð nr. 742/2016 sem nú hefur tekið hefur gildi, eru birt ný tekju- og eignamörk vegna lánveitinga, en þau eru uppreiknuð ár hvert.

Tekjumörk

Samkvæmt uppfærðum tekjumörkum skulu ársmeðaltekjur íbúa leiguíbúðar sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til skv. 37. gr. laga um húsnæðismál ekki vera hærri en nemur 4.749.000 kr. (í stað 4.329.000 kr. áður) og við það bætast 1.187.000 kr. fyrir hvert barn sem býr á heimilinu (í stað 724.000 kr. áður).

Viðmiðunartekjur hjóna og sambúðarfólks skulu vera 40% hærri en hjá einstaklingi, að hámarki 6.649.000 kr. (í stað 6.063.000 kr. áður).

Eignamörk

Heildareign íbúa leiguíbúðar sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til skv. 37. gr. laga um húsnæðismál að frádregnum heildarskuldum skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.126.000 kr. (í stað 4.673.000 kr. áður).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta