Hoppa yfir valmynd
9. september 2016 Innviðaráðuneytið

Samráðsnefnd um breytt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings við leigjendur o.fl.

Húsin í bænum
Húsin í bænum

Skipuð hefur verið samráðsnefnd um húsnæðismál vegna endurskoðunar verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga varðandi húsnæðisstuðning við leigjendur og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning og úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um húsnæðismál í samræmi við samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning og úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga.

Samkomulagið var undirritað 31. maí sl. og tekur gildi samhliða gildistöku laga um húsnæðisbætur sem samþykkt voru á Alþingi 2. júní 2016.

Samráðsnefndina skipa:

  • Bolli Þór Bollason, án tilnefningar, formaður,

  • Ellý Alda Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

  • Tryggvi Þórhallsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

  • Steinunn Sigvaldadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta